Ferill 795. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1448  —  795. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um ríkisstyrki til fyrirtækja og stofnana á fræðslumarkaði.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hefur ráðuneytið tekið afstöðu til kvörtunar Félags atvinnurekenda vegna niðurgreiðslu ríkisins á sumarnámi sem beint var til ráðuneytisins og síðar Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins?
     2.      Hefur ráðuneytið lagt mat á áhrif þessa fyrirkomulags ríkisstyrkja til náms á samkeppni á fræðslumarkaði? Ef svo er, hver eru áhrifin að mati ráðuneytisins?
     3.      Ef það hefur ekki verið gert, hver eru rök ráðuneytisins fyrir því að ekki þurfi að leggja mat á áhrif ríkisstyrkjanna á samkeppni á fræðslumarkaði?
     4.      Hvernig skiptist niðurgreiðslan eftir námskeiðum, námsleiðum og skólum?
     5.      Hvernig nýttist niðurgreiðslan ólíkum hópum, þ.m.t. nemendum skólanna, atvinnuleitendum og öðrum hópum?
     6.      Hefur ráðuneytið óskað álits Samkeppniseftirlitsins á framkvæmd ríkisstyrkjanna?
     7.      Til hvaða ráðstafana hefur verið gripið af hálfu ráðuneytisins til að gæta að samkeppnisstöðu fræðslufyrirtækja utan opinbera geirans?
     8.      Hvernig er tryggt að ríkisstyrkur til háskóla og framhaldsskóla rúmist innan ákvæða laga og EES-samningsins?
     9.      Hefur ráðuneytið tekið til skoðunar tillögu um ávísanakerfi, sambærilegt ferðagjöfinni, sem tryggi að hægt sé að velja á milli námskeiða hjá háskólum sem njóta ríkisframlaga og námskeiða hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum?


Skriflegt svar óskast.