Ferill 801. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1470  —  801. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um fulltrúa Hæstaréttar í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum stjórnvalda.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig hefur verið brugðist við ábendingu dómsmálaráðherra til forsætisráðuneytisins um breytt verklag varðandi frumvörp þar sem Hæstarétti er falið það hlutverk að tilnefna fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir á vegum stjórnvalda, sbr. svar á þskj. 1373?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að horfa ekki eingöngu til framtíðar með frumvörp líkt og dómsmálaráðherra leggur til, heldur jafnframt að endurskoða eldri lög þar sem um slíkar tilnefningar er að ræða?