Ferill 265. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1484  —  265. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008 (vannýttur lífmassi í fiskeldi).

Frá Jóni Gunnarssyni.


    Á undan 1. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
    a.    (1. gr.)
              Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. a laganna:
              a.      1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hafrannsóknastofnun skal gera tillögu til ráðherra um það magn frjórra laxa, mælt í lífmassa, sem heimila skal að ala í sjó hverju sinni á tilteknu hafsvæði, þar sem hefur verið unnið eða er verið að vinna burðarþolsmat, á grundvelli áhættumats erfðablöndunar.
              b.      2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Áður en Hafrannsóknastofnun gerir tillögu skv. 1. mgr. skal stofnunin leita ráðgefandi álits samráðsnefndar, sbr. 3. mgr. 4. gr.
    b. (2. gr.)
            Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. b laganna:
              a.      1. mgr. orðast svo:
                         Ráðherra skal ákveða svo oft sem þörf þykir hvaða firði eða hafsvæði skuli meta til burðarþols og hvenær það skuli gert. Ráðherra skal taka mið af beiðnum um framkvæmd burðarþolsmats frá þeim aðilum sem skipa fulltrúa í samráðsnefnd um fiskeldi. Burðarþolsmat skal framkvæmt af Hafrannsóknastofnun eða aðila sem ráðuneytið samþykkir að fenginni bindandi umsögn Hafrannsóknastofnunar. Burðarþolsmat fyrir afmarkað svæði skal liggja fyrir áður en vinna við gerð strandsvæðisskipulags hefst, sbr. 11. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018.
              b.      Við 2. mgr. bætist: en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
              c.      4. mgr. orðast svo:
                         Ráðherra skal setja nánari ákvæði í reglugerð um meðferð, útgáfu og breytingu burðarþolsmats.