Ferill 806. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1488  —  806. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um innlagnir á Vog og fíknimeðferðardeild Landspítala.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hver hefur fjöldi innlagna á Vog og fíknimeðferðardeild Landspítala verið frá árinu 2015, skipt eftir kynjum?
     2.      Hve hátt hlutfall þeirra innlagna voru fyrstu komur viðkomandi sjúklinga á Vog eða fíknimeðferðardeild Landspítala?
     3.      Hver var meðalbiðtími þeirra sem fengu innlögn á Vog eða fíknimeðferðardeild Landspítala frá árinu 2015, skipt eftir kynjum?
     4.      Hve margir sjúklingar lágu inni á hvorri stofnun fyrir sig, skipt eftir kynjum í:
                  a.      1–2 sólarhringa,
                  b.      3–4 sólarhringa,
                  c.      5–6 sólarhringa,
                  d.      7–8 sólarhringa,
                  e.      9–10 sólarhringa?
     5.      Hversu hátt hlutfall þeirra sjúklinga sem útskrifaðir voru úr afeitrunarmeðferð áður en henni var lokið, þ.e. 10 daga, fóru að eigin ósk, skipt eftir kynjum?
     6.      Hversu háu hlutfalli þeirra sjúklinga sem útskrifaðir voru úr afeitrunarmeðferð áður en henni var lokið, þ.e. 10 daga, var vísað frá, skipt eftir kynjum, og hve margir af þeim einstaklingum:
                  a.      voru að leggjast inn í fyrsta skipti,
                  b.      voru að leggjast inn í 2.–3. skipti,
                  c.      áttu a.m.k. þrjár innlagnir að baki?
     7.      Hvaða þjónusta er í boði fyrir þá einstaklinga sem vísað er frá afeitrunarmeðferð?


Skriflegt svar óskast.