Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1496  —  208. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til skipalaga.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      7. gr. orðist svo:
                  Eigi er heimilt að skrá fiskiskip á skipaskrá nema að uppfylltum skilyrðum laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998, um eignarhald.
     2.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 5. gr.“ í 1. mgr. komi: 3. mgr. 5. gr.
                  b.      Í stað orðanna „þar sem þurrleiguskráning fer fram“ í f-lið 3. mgr. komi: sem skipið mun verða skráð þurrleiguskráningu í.
     3.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 5. gr.“ tvívegis í 1. mgr. 9. gr. komi: 3. mgr. 5. gr.
     4.      Í stað „1.–4. mgr.“ í 4. mgr. 13. gr. komi: 1.–3. mgr.
     5.      Í stað orðsins „hjá“ í 1. mgr. 14. gr. komi: til.
     6.      4. mgr. 16. gr. orðist svo:
                  Ef skráð eru réttindi í skipi skal ekki fella það niður af skipaskrá, nema rétthafi samþykki það. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samþykki rétthafa má fella skip af skipaskrá ef ákvæði 3.–5. tölul. 1. mgr. eiga við og fyrir liggur fullnægjandi staðfesting þess að skipið verði ekki haffært á ný eða verðmæti réttindanna eru óveruleg í ljósi þeirra atvika og hagsmuna sem í húfi eru. Ef skipið er ekki fellt úr þinglýsingabókum skal afskráningar af skipaskrá getið þar á blaði skips og einnig á veðbókarvottorðum um skipið.
     7.      3. og 4. málsl. 28. gr. orðist svo: Skal Samgöngustofa upplýst um fyrirhugaðan innflutning og henni veittar nauðsynlegar upplýsingar um skip. Skoðun skal fara fram áður en skipið er flutt inn.
     8.      Við 30. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Orðið „jafnframt“ í 3. málsl. falli brott.
     9.      Í stað orðanna „útgáfa skírteina, áritun eða endurnýjun skírteina eigi sér stað“ í 1. mgr. 35. gr. komi: gefa skuli út, árita eða endurnýja skírteini.
     10.      Við 2. mgr. 37. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafa skal samráð, eftir atvikum, við Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnun og hafnarstjóra og önnur þar til bær stjórnvöld, um hvaða ráðstafanir skulu gerðar.
     11.      Við 39. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja ákvæði sem undanþiggja safnskip, þ.e. skip 50 ára og eldri sem rekin eru í menningarlegum tilgangi, frá tilteknum kröfum þessara laga og reglna.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Gömul skip og safnskip.
     12.      2. mgr. 44. gr. verði 2. málsl. 1. mgr. 44. gr.

     13.      Við 45. gr.
                  a.      H-liður 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „breytingar“ í i-lið komi: eftirlit með breytingum.