Ferill 810. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1502  —  810. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um ofanflóðavarnir við vegi í Önundarfirði og Súgandafirði.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Liggur fyrir framkvæmdaáætlun um auknar ofanflóðavarnir fyrir Flateyrarveg um Hvilftarströnd, nr. 64, þar sem hætta er á snjóflóðum sem geta lokað leiðinni til Flateyrar?
     2.      Eru áform um að verja vegi í Súgandafirði fyrir ofanflóðum, m.a. í ljósi ofanflóðahættu við botn Súgandafjarðar að gangamunna um veg nr. 65, auk þess sem Spillisvegur er þekktur fyrir snjóflóð og aurskriður sem ógna þeim sem þar eiga leið um dag hvern vegna vinnu og skólagöngu?


Skriflegt svar óskast.