Ferill 813. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1523  —  813. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um málefni fólks með ADHD.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hversu mörg börn eru á biðlista eftir greiningu og þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð og hvernig hefur biðlistinn þróast sl. tvö ár?
     2.      Hvernig skiptist biðlistinn milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hvernig hefur sú skipting þróast sl. tvö ár?
     3.      Hvert er skilgreint hlutverk Þroska- og hegðunarstöðvar hvað varðar þjónustu og greiningu á börnum með ADHD þegar horft er til höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar?
     4.      Hversu margir fullorðnir eru á biðlista eftir greiningu og þjónustu hjá ADHD-teymi Landspítala og hvernig hefur biðlistinn þróast sl. tvö ár?
     5.      Hvernig skiptist biðlistinn milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hvernig hefur sú skipting þróast sl. tvö ár?
     6.      Hvaða áform hefur ráðherra, ef einhver, um að eyða biðlistum eftir greiningu og þjónustu vegna ADHD, annars vegar hjá börnum og hins vegar fullorðnum, og þá hver?


Skriflegt svar óskast.