Ferill 647. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1532  —  647. mál.
3. umræða.

3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (rafræn meðmæli o.fl.)

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Í stað orðsins „útfærðri“ í efnismálslið b-liðar 2. gr. komi: fullgildri.
     2.      Í stað orðsins „útfærðri“ í 1. málsl. 1. efnismgr. b-liðar 3. gr. komi: fullgildri.

Greinargerð.

    Í frumvarpi dómsmálaráðherra er lagt til að tilkynning um framboð til yfirkjörstjórnar og yfirlýsing frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á framboðslista geti verið undirritaðar með rafrænni undirskrift. Frumvarpið gerir ráð fyrir að með rafrænni undirskrift sé átt við fullgilda rafræna undirskrift þó það sé ekki berum orðum tekið fram í ákvæðum frumvarpsins heldur einungis rætt um rafræna undirskrift.
    Við umfjöllun málsins barst umsögn yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður. Í umsögninni var gerð athugasemd um notkun hugtaksins „rafræn undirskrift“ í frumvarpinu og lagt til að notað yrði hugtakið „útfærð rafræn undirskrift“ en með því væri gerð krafa um efsta öryggisstig rafrænnar undirskriftar. Í samráði við dómsmálaráðuneytið lagði meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar því til breytingu þess efnis.
    Við nánari skoðun dómsmálaráðuneytis kom í ljós að um misskilning væri að ræða en efsta stig rafrænnar undirskriftar er svokölluð „fullgild rafræn undirskrift“. Með vísan til framangreinds er nauðsynlegt að breyta orðalagi frumvarpsins þannig að í stað orðsins „útfærðri“ í b-lið 2. gr. og b-lið 3. gr. komi orðið „fullgildri“.