Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1544  —  663. mál.
2. umræða.Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum (ferðakostnaður).

Frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Vilhjálmsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá skrifstofu Alþingis og Sævar Finnbogason frá Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði.
    Nefndinni barst umsögn Öldu – félags um sjálfbærni og lýðræði.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Tilgangur þess er að takmarka rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga til Alþingis. Í umsögn Öldu var lýst yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Andrés Ingi Jónsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara sem hann hyggst gera grein fyrir í ræðu.

Alþingi, 28. maí 2021.

Jón Þór Ólafsson,
form.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, frsm. Andrés Ingi Jónsson, með fyrirvara.
Guðmundur Andri Thorsson. Hjálmar Bogi Hafliðason. Líneik Anna Sævarsdóttir.