Ferill 697. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1570  —  697. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, arður, yfirskattanefnd o.fl.).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Við 9. gr. bætist nýr stafliður, f-liður, svohljóðandi: 26. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.
     2.      Við 13. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvæði f-liðar 9. gr. gildir um leyfi sem sótt hefur verið um frá 1. janúar 2021.

Greinargerð.

    Lagt er til að felld verði niður gjaldtaka vegna tvenns konar leyfa sem Þjóðskrá afgreiðir. Annars vegar er um að ræða leyfi til nafnbreytinga samkvæmt lögum um mannanöfn og hins vegar leyfi til breytinga á skráningu kyns samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði. Sambærileg tillaga liggur fyrir í 512. máli. Í umsögnum um það mál kemur fram að aðeins lítill hluti nafnbreytinga sé gjaldskyldur og afnám gjaldtöku verði því helst til þess að einfalda talsvert ferlið við nafnbreytingar og breytingar á kyni sem yrði öllum aðilum til hagsbóta.