Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1576  —  561. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003 (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.).

Frá velferðarnefnd.


     1.      Í stað orðanna „Greiningar- og ráðgjafarstöð“ í lok 1. tölul. og orðanna „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar“ í 2. tölul. 1. gr. komi: Ráðgjafar- og greiningarstöð; og: Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.
     2.      Í stað orðanna „Frumgreining er gerð í þeim tilgangi að meta“ í 8. tölul. 2. gr. komi: Með frumgreiningu er metið.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Við bætist nýr liður sem verði a-liður, svohljóðandi: Orðin „skv. 17. og 18. gr. laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992“ í 1. mgr. falla brott.
                  b.      Í stað orðanna „um frumgreiningu sem Greiningar- og ráðgjafarstöð“ í 3. efnismálsl. komi: sem Ráðgjafar- og greiningarstöð.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Greiningar- og ráðgjafarstöð“ í 7. og 8. tölul. komi: Ráðgjafar- og greiningarstöð.
                  b.      Í stað orðsins „verkefni“ í 7. tölul. komi: verk.
                  c.      Við 7. tölul. bætist: 1. mgr.
     5.      Í stað orðanna „Greiningar- og ráðgjafarstöð“ tvívegis í 1. tölul. 8. gr. og hvarvetna í 9. gr. komi: Ráðgjafar- og greiningarstöð.
     6.      Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.
     7.      11. gr. orðist svo:
                      Heiti laganna verður: Lög um Ráðgjafar- og greiningarstöð.
     8.      2. mgr. 12. gr. falli brott.
     9.      Við bætist ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Breyting á öðrum lögum.

                      Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990: Í stað orðanna „Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: Ráðgjafar- og greiningarstöð.