Ferill 689. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1578  —  689. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, JSV, OH, BHar, ÓGunn, SDG, HBH).


     1.      B-liður 6. gr. orðist svo: Á eftir 1. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal einnig, ef við á, leita eftir samþykki eftirlitsstjórnvalds í því aðildarríki þar sem vátryggingarsamningar innan vátryggingastofnsins voru gerðir. Eftirlitsstjórnvaldið hefur þrjá mánuði til að gefa álit sitt.
     2.      C-liður 8. gr. orðist svo: Í stað orðsins „Forstjóri“ í 5. mgr. og orðsins „forstjóri“ í 7. og 8. mgr. kemur: Framkvæmdastjóri; og: framkvæmdastjóri.
     3.      Í stað c- og d-liðar 9. gr. komi einn stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „forstjóra“ í 3. mgr. og orðsins „forstjóri“ í 4. og 6. mgr. kemur: framkvæmdastjóra; og: framkvæmdastjóri.
     4.      Í stað orðanna „IX. kafla laga um verðbréfaviðskipti“ í 1. málsl. 16. gr. komi: III. kafla laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
     5.      Í stað orðsins „löggjafaráðstafanir“ í b-lið 18. gr. komi: ráðstafanir löggjafans.
     6.      Á undan 26. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „eins eða fleiri vátryggingafélaga og á ábyrgð þeirra“ í 15. tölul. 3. gr. laganna kemur: vátryggingafélags og á ábyrgð þess.
     7.      Á eftir 26. gr., sem verði 27. gr., komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (28. gr.)
                      Á eftir orðinu „Vátryggingamiðlari“ í 3. og 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: og aðili sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð.
                  b.      (29. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
                      1.      Á eftir orðinu „Vátryggingamiðlari“ í 1. mgr. kemur: og aðili sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð.
                      2.      Á eftir orðinu „vátryggingamiðlara“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: og aðila sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð.
     8.      B-liður 29. gr. orðist svo: C-liður 1. mgr. orðast svo: skulu vera lögráða og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota.
     9.      B-liður 30. gr. orðist svo: B-liður 1. mgr. orðast svo: skal hafa gott orðspor.
     10.      B-liður 31. gr. orðist svo: B-liður 1. mgr. orðast svo: skal hafa gott orðspor.
     11.      G-liður 32. gr. orðist svo: K-liður 3. mgr. orðast svo: fjármálum.
     12.      37. gr. orðist svo:
                      Í stað orðsins „miðla“ í 1. og 5. tölul. 1. mgr. 48. gr. laganna kemur: dreifa.
     13.      Í stað c–e-liðar 50. gr. komi einn stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „hagsmuni viðskiptavinar“ í 2. mgr. kemur: að komið sé í veg fyrir að hagsmunir viðskiptavinar skaðist.
     14.      Á eftir orðinu „dregur“ í c-lið 51. gr. komi: ekki.