Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1583, 151. löggjafarþing 647. mál: kosningar til Alþingis (rafræn meðmæli o.fl.).
Lög nr. 67 22. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (rafræn meðmæli o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna:
  1. Orðin „Fljótsdalshérað“, „Borgarfjarðarhreppur“, „Seyðisfjarðarkaupstaður“ og „Djúpavogshreppur“ falla brott.
  2. Á eftir orðinu „og“ kemur: Múlaþing.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 30. gr. laganna:
  1. Orðið „skriflega“ fellur brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynningin getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
  1. Orðið „skrifleg“ tvívegis í 1. mgr. og einu sinni í 2. mgr. fellur brott.
  2. 4. og 5. mgr. orðast svo:
  3.      Yfirlýsing frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á framboðslista getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Söfnun meðmæla um stuðning við framboðslista og fyrir hvaða stjórnmálasamtök framboðslisti er boðinn fram getur farið fram skriflega eða rafrænt. Þjóðskrá Íslands er heimilt, að beiðni yfirkjörstjórnar, að samkeyra upplýsingar úr meðmælendalistum við þjóðskrá að fullnægðum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og kanna hvort viðkomandi sé kosningarbær. Jafnframt skal Þjóðskrá Íslands veita yfirkjörstjórnum rafrænan aðgang að listunum.
         Ráðherra setur, að fenginni umsögn landskjörstjórnar og yfirkjörstjórna, reglugerð um tilkynningar skv. 30. gr., um söfnun meðmæla og yfirlýsinga þeirra sem á framboðslista eru skv. 1., 2. og 4. mgr. og um umsóknir um listabókstaf og söfnun meðmæla vegna þeirra skv. 38. gr. Í reglugerðinni skal meðal annars kveðið á um form og viðmót, söfnun, meðferð persónuupplýsinga, varðveislu og eyðingu yfirlýsinga og tilkynninga og tegund rafrænnar auðkenningar þegar það á við.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
  1. Orðin „skriflegt“ og „skriflega“ í 2. mgr. falla brott.
  2. 4. mgr. fellur brott.


5. gr.

     Í stað 1.–3. málsl. 2. mgr. 38. gr. laganna koma fimm nýir málsliðir, svohljóðandi: Hyggist stjórnmálasamtök sem ekki hafa skráðan listabókstaf skv. 1. mgr. bjóða fram lista við alþingiskosningar skulu þau sækja um listabókstaf til ráðuneytisins eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út. Umsókn skal fylgja yfirlýsing a.m.k. 300 kjósenda þar sem mælt er með heiti samtakanna og listabókstaf. Yfirlýsingin skal dagsett og skal þar tilgreina nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Söfnun meðmæla og umsókn um listabókstaf getur farið fram skriflega eða rafrænt. Þjóðskrá Íslands er heimilt, að beiðni ráðuneytisins, að samkeyra upplýsingar úr meðmælendalista við þjóðskrá að fullnægðum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og kanna hvort viðkomandi sé kosningarbær og að því loknu afhenda ráðuneytinu þær upplýsingar.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
  1. Orðið „skrifleg“ í 1. málsl. fellur brott.
  2. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skal yfirkjörstjórn tilkynnt um umboðsmenn með sannanlegum hætti.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 58. gr. laganna:
  1. Orðin „starfsmenn hans“ í a-lið 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „16 fjórum“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 10 tveimur.


8. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Eftirfarandi ákvæði gilda við kosningar til Alþingis 2021:
  1. Sýslumenn skulu, hver í sínu umdæmi, í samráði við sóttvarnayfirvöld, skipuleggja atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna þeirra sem ekki geta sótt kjörfund á kjördag eða greitt atkvæði á þeim stað þar sem regluleg utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram sökum þess að þeir eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19-farsóttarinnar. Skal sýslumaður auglýsa hvar og hvenær slík atkvæðagreiðsla fer fram en hún má þó ekki hefjast fyrr en fimm dögum fyrir kjördag.
  2. Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag sökum þess að hann er í einangrun vegna COVID-19-farsóttarinnar er heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað. Beiðni þar um skal berast hlutaðeigandi sýslumanni, ásamt staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun fram yfir kjördag, eigi síðar en kl. 10 á kjördag, sé kjósandi staddur í því kjördæmi sem hann á kosningarrétt í, annars eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag. Sama á við um þann sem er í sóttkví af sömu ástæðu og er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar. Skal þá kjósandi gera grein fyrir hvers vegna honum sé ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar. Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg.
  3. Kjósandi sem er í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19-farsóttarinnar telst hvorki fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt né undirrita fylgibréfið og því skal kjörstjóri veita honum aðstoð við það án þess að nokkur annar sjái.
  4. Ákvæði XII. kafla gilda um atkvæðagreiðsluna eftir því sem við á.
  5. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um form og efni umsókna sem og undirbúning, fyrirkomulag og framkvæmd kosninga samkvæmt ákvæði þessu.


9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2021.