Ferill 837. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1594  —  837. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.
     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.