Ferill 844. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1603  —  844. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fjölda ofbeldismála.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


    Hversu mörg ofbeldismál hafa komið til meðferðar hjá lögreglu frá byrjun árs 2020? Óskað er eftir upplýsingum um:
     a.      fjölda mála eftir tegund brota,
     b.      fjölda ofbeldisbrota í nánum samböndum og hlutfall þeirra af ofbeldisbrotum,
     c.      fjölda brota gegn börnum og tengsl gerenda við börn,
     d.      kyn og kynhneigð gerenda og þolenda,
     e.      fjölda mála eftir mánuðum.


Skriflegt svar óskast.