Ferill 755. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1613  —  755. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, lögum um aukatekjur ríkissjóðs og lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja (leyfisveitingar o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 4. júní.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á b-lið 1. mgr. 8. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „20 ára“ kemur: 18 ára.
     b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Feli rekstrarleyfi í sér heimild til áfengisveitinga skal umsækjandi vera lögráða og hafa náð a.m.k. 20 ára aldri á umsóknardegi.

2. gr.

    Í stað orðanna „þriggja vikna“ í 1. málsl. 4. mgr. 17. gr. laganna kemur: tveggja vikna.

II. KAFLI

Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „263.000 kr.“ í d-lið 20. tölul. og b-lið 21. tölul. kemur: 120.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „210.000 kr.“ í a-lið 21. tölul. kemur: 80.000 kr.

III. KAFLI

Breyting á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015.

4. gr.

    Orðin „sem opin skal almenningi“ í 1. málsl. 5. mgr. og orðin „sem opin er almenningi“ í 1. málsl. 6. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.