Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1637 — 339. mál.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til kosningalaga.
Frá Birni Leví Gunnarssyni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Guðmundi Andra Thorssyni.
1. 9. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:
Fjöldi þingsæta.
Í hverju kjördæmi, sbr. 7. gr., skulu vera sex kjördæmissæti en jöfnunarsæti skiptast milli kjördæma samkvæmt ákvæðum 10. gr.
2. Við 10. gr.
a. 1. mgr. orðist svo:
Eftir hverjar alþingiskosningar skal landskjörstjórn skipta jöfnunarsætunum 27, sbr. 9. gr., þannig að tala þingsæta, kjördæmis- og jöfnunarsæta, sé í hverju kjördæmi í sem fyllstu hlutfallslegu samræmi við tölu kjósenda á kjörskrá í nýafstöðnum kosningum.
b. 2. mgr. orðist svo:
Við skiptingu jöfnunarsæta skal deila tölu kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi með tölunum 6, 7, 8 o.s.frv. Ákvarða skal 27 hæstu útkomutölurnar og fær hvert kjördæmi jafnmörg þessara sæta og það á af þessum útkomutölum. Nú eru tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar á það kann að reyna og skal þá hluta um val á milli þeirra.