Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1651  —  356. mál.
3. umræða.Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

Frá meiri hluta velferðarnefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið að nýju eftir 2. umræðu og fengið á sinn fund Önnu Tryggvadóttur, Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, Ingu Birnu Einarsdóttur og Silju Stefánsdóttur frá félagsmálaráðuneyti.
    Meiri hlutinn telur þörf á að gera nokkrar breytingar tæknilegs eðlis, m.a. til að samræma hugtakanotkun milli frumvarps þessa og frumvarps til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem velferðarnefnd afgreiddi 28. maí sl. þar sem heiti stofnunarinnar var breytt í Ráðgjafar- og greiningarstöð. Meiri hlutinn leggur því til breytingar á frumvarpi þessu til að samræma hugtakanotkun ásamt öðrum tæknilegum breytingum.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Í stað orðanna „Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins“ í 2. mgr. 1. gr. komi: Ráðgjafar- og greiningarstöð.
     2.      Í stað orðsins „tilefni“ í 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. komi: kjölfar.
     3.      Við 2. tölul. 25. gr.
                  a.      B-liður falli brott.
                  b.      2. tölul. i-liðar orðist svo: 4. mgr. orðast svo:
                      Ráðherra setur reglugerð um innra eftirlit barnaverndarnefnda, m.a. um heimsóknir á fósturheimili.

Alþingi, 7. júní 2021.

Halla Signý Kristjánsdóttir,
frsm.
Ásmundur Friðriksson. Ólafur Þór Gunnarsson.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. Vilhjálmur Árnason.