Ferill 854. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1663  —  854. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um sveigjanleika í námi og fjarnám á háskólastigi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hver er stefna háskólanna hvers um sig varðandi sveigjanleika í námi?
     2.      Hefur verið gerð eða er áætlað að gera sérstaka greiningu á tækifærum til að auka aðgengi að námi með stafrænum hætti til framtíðar? Svar óskast sundurliðað eftir skólum.
     3.      Hvaða námsleiðir var mögulegt að stunda í sveigjanlegu námi eða fjarnámi skólaárið 2019–2020? Svar óskast sundurliðað eftir skólum.
     4.      Hvaða námsleiðir verða í boði skólaárið 2021–2022 sem verður mögulegt að stunda í sveigjanlegu námi eða fjarnámi? Svar óskast sundurliðað eftir skólum.
     5.      Hvaða námsleiðir er áætlað að bætist við í sveigjanlegu námi eða fjarnámi á næstu þremur skólaárum? Svar óskast sundurliðað eftir skólum.
     6.      Hafa háskólarnir heimild til að koma til móts við nemendur búsetta fjarri skólunum með sveigjanleika náms sem ekki er í boði sem fjarnám?


Skriflegt svar óskast.