Ferill 789. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1675  —  789. mál.
Leiðréttur texti.
Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur um kostnað við blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur verið kostnaður við blaðamannafundi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur frá 1. febrúar 2020 til dagsins í dag? Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar.

    Beinn kostnaður við sameiginlega blaðamannafundi sem forsætisráðherra hefur tekið þátt í, frá 1. febrúar 2020 til 1. júní 2021, er 7.079.944 kr. Á tímabilinu hafa verið haldnir 15 fundir af framangreindum toga, sem hér segir:
–    20. apríl 2021. Ráðstafanir á landamærum. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
–    24. mars 2021. Sóttvarnaráðstafanir. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
–    19. janúar 2021. Kaup á björgunarskipum. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.
–    20. nóvember 2020. Framhald viðspyrnuaðgerða. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
–    30. október 2020. Sóttvarnaráðstafanir. Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
–    16. október 2020. Stuðningsaðgerðir fyrir listir og menningu. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
–    14. ágúst 2020. Skimun á landamærum. Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
–    30. júlí 2020. Breytingar á sóttvarnaaðgerðum. Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.
–    3. júlí 2020. Samstarf stjórnvalda og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um loftslagsmál. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
–    20. maí 2020. Markáætlun og skýrsla um fjórðu iðnbyltinguna, áherslur í nýsköpunarmálum og áherslur í vísindamálum. Forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
–    12. maí 2020. Aflétting ferðatakmarkana. Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og utanríkisráðherra.
–    28. apríl 2020. Framhald hlutastarfaleiðarinnar og stuðningur við launagreiðslur fyrirtækja. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
–    14. apríl 2020. Viðbrögð við COVID-19. Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.
–    21. mars 2020. Efnahagsaðgerðir vegna COVID-19. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
–    27. febrúar 2020. Tillögur átakshóps um uppbyggingu innviða, aðgerðir vegna fárviðrisins í desember 2019 og önnur innviðauppbygging. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

    Framangreindur kostnaður sundurliðast á eftirfarandi hátt:

    Leiga á fundaraðstöðu, tækjaleiga og tæknileg þjónusta
6.653.537 kr.

    Táknmálstúlkaþjónusta
106.407 kr.

    Ljósmyndun
320.000 kr.