Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1681  —  708. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfið).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (ATG, GBr, HKF, KÓP, LínS, VilÁ).


     1.      Í stað orðanna „veiðarfæri úr plasti“ í a- og b-lið 1. gr. og 9. mgr. 2. gr. komi: veiðarfæri sem innihalda plast.
     2.      Í stað orðanna „veiðarfæra úr plasti“ fjórum sinnum í 6. mgr. 2. gr., í 7. mgr. 2. gr., 8. mgr. 2. gr., tvisvar í a-lið 10. mgr. 2. gr., í c-lið 10. mgr. 2. gr. og tvisvar í 2. mgr. j-liðar 34. gr. komi: veiðarfæra sem innihalda plast.
     3.      Í stað orðanna „veiðarfærum úr plasti“ í 6. mgr. 2. gr., d-lið 34. gr. og 2. mgr. j-liðar 34. gr. komi: veiðarfærum sem innihalda plast.
     4.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað „37. gr. e“ og „37. gr. f“ í inngangsmálslið komi: 37. gr. g; og: 37. gr. h.
                  b.      Orðin „í kjölfarið“ í 3. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „í kjölfar söfnunar“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: eftir söfnun.
                  d.      Í stað orðanna „þeirra vara“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: varanna.
                  e.      Í stað orðanna „úrgangsins í kjölfar söfnunar“ í 6. mgr. komi: úrgangs sem er safnað.
                  f.      2. málsl. 9. mgr. orðist svo: Undanskilin eru drykkjarílát skv. c-lið 1. mgr. sem falla undir ákvæði laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur en framleiðandi og innflytjandi þeirra skal greiða skilagjald og umsýsluþóknun samkvæmt þeim lögum.
                  g.      Í stað orðsins „þeim“ í a-lið 10. mgr. komi: upplýsingunum.
                  h.      Í stað orðanna „skv. 3. og 5. mgr.“ í b-lið 10. mgr. komi: skv. 3. og 4. mgr.
                  i.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í síðara skiptið í b-lið 11. mgr. komi: 3. mgr.
                  j.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í b-lið 11. mgr. komi: 4. mgr.
     5.      Í stað tilvísunarinnar „1. mgr.“ í 3. gr. komi: 3. mgr.
     6.      Á undan a-lið 6. gr. komi nýr stafliður sem orðist svo: Í stað orðanna „fáanlega“ og „fáanlegri“ í skilgreiningu á bestu fáanlegu tækni kemur: aðgengilega; og: aðgengilegri
     7.      Í stað orðanna „í kjölfar ábendingar“ í 3. mgr. 8. gr. komi: að fenginni ábendingu.
     8.      Við 11. gr. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Í stað orðsins „fáanlegu“ í 1. mgr. kemur: aðgengilegu.
     9.      Í stað orðanna „í kjölfar söfnunar sem“ í 6. mgr. 12. gr. komi: og.
     10.      Á eftir 14. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðsins „fáanlegu“ í b-lið 1. mgr. 17. gr. og b-lið 3. mgr. 54. gr. kemur: aðgengilegu.
     11.      2. efnismálsl. b-liðar 16. gr. orðist svo: Sveitarfélagi og byggðasamlagi er þó heimilt að færa innheimtu gjalda á milli úrgangsflokka í því skyni að stuðla að markmiðum laga þessara og ákvæðum 7. gr., að teknu tilliti til 3. mgr.
     12.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðanna „í kjölfarið“ í 2. mgr. komi: og.
                  b.      Á eftir orðunum „á markað“ í b-lið 3. mgr. komi: og.
                  c.      Orðið „viðkomandi“ í c-lið 3. mgr. falli brott.
     13.      B-liður 19. gr. orðist svo: Á undan orðunum „rafhlöður og rafgeyma“ og orðunum „rafhlöðum og rafgeymum“ í 3. mgr. kemur: færanlegar; og: færanlegum.
     14.      B-liður 21. gr. orðist svo: 2. málsl. orðast svo: Jafnframt skal Umhverfisstofnun hafa eftirlit með að seljendur rafhlaðna og rafgeyma taki við notuðum rafhlöðum á sölu- eða dreifingarstað, sbr. 33. gr.
     15.      Í stað orðanna „sem þeir“ í 24. gr. komi: eða þeir.
     16.      Við b-lið 25. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „sérstakrar söfnunar“ komi: lífúrgangs.
                  b.      Í stað orðsins „lífúrgangi“ komi: honum.
     17.      26. gr. orðist svo:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir ákvæði 5. málsl. 2. mgr. 23. gr. er sveitarfélagi heimilt að innheimta allt að 50% af heildarkostnaði sveitarfélagsins til 1. janúar 2025.
     18.      Á eftir orðunum „endurnýtingu úrgangs“ í 2. málsl. 27. gr. komi: með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi.
     19.      Við 29. gr. bætist nýr stafliður, e-liður, svohljóðandi: Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal úrvinnslugjald standa undir kostnaði framlengdrar framleiðendaábyrgðar, sbr. 2. mgr. 24. gr. a í lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
     20.      Í stað fjárhæðarinnar „20.000 kr.“ í c-lið 31. gr. komi: 30.000 kr.
     21.      Við 37. gr.
                  a.      C-liður orðist svo: Í stað 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Í því skyni skal Úrvinnslusjóður með hagrænum hvötum koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs sem er tilkominn vegna vara sem falla undir lög þessi með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi og leggja til grundvallar forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr. laga um meðhöndlun úrgangs sem og 1. gr. laga þessara.
                  b.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrvinnslusjóður skal tryggja að fullnægjandi gögn varðandi ráðstöfun úrgangs liggi fyrir áður en greiðslur eru inntar af hendi til samningsaðila Úrvinnslusjóðs.
                  c.      Á undan tilvísuninni „6. mgr.“ í f-lið komi: 1. málsl.
     22.      39. gr. falli brott.
     23.      Við 40. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skulu 28. gr. og b-, c- og d-liður 38. gr. taka þegar gildi.