Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1693  —  424. mál.
2. umræða.Framhaldsnefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 (atvinnusjúkdómar, miskabætur o.fl.).

Frá meiri hluta velferðarnefndar.


    Nefndin hefur ákveðið að fjalla að nýju um frumvarpið.
    Eftir að meiri hlutinn afgreiddi málið til 2. umræðu komu fram ábendingar um dóm Hæstaréttar frá 3. júní sl. í máli nr. 5/2021 sem féll á meðan á umfjöllun málsins stóð í nefndinni. Í dóminum kemur fram að stefnandi hefði ekki sýnt fram á tilvist venju um beitingu hlutfallsreglu við mat á heildarmiska. Meiri hlutinn lítur svo á að á meðan slík óvissa er uppi um beitingu hlutfallsreglunnar sé óvarlegt að lögfesta hana með frumvarpi þessu. Meiri hlutinn leggur því til að 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins falli brott. Meiri hlutinn beinir því til ráðuneytisins að endurmeta þörfina á slíku ákvæði í ljósi fyrrgreinds dóms.
    Að framangreindu virtu leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    3. mgr. 11. gr. falli brott.

    Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson skrifa undir álit þetta með fyrirvara sem þau gera grein fyrir í ræðu.

Alþingi, 10. júní 2021.

Helga Vala Helgadóttir,
form., með fyrirvara.
Ólafur Þór Gunnarsson,
frsm.
Ásmundur Friðriksson.
Guðmundur Ingi Kristinsson,
með fyrirvara.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Vilhjálmur Árnason.