Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1696  —  628. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004 (forsendur tekjumarka, raforkuöryggi o.fl.).

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Á eftir orðunum „grundvallast á“ í 3. málsl. c-liðar 11. gr. komi: skilvirkni.
     2.      Við 18. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Innan þriggja mánaða frá gildistöku laga þessara skal birt áhættumat skv. 6. mgr. 8. gr. Komi upp ágreiningur þannig að ekki takist að ljúka gerð þess innan þriggja mánaða frá gildistöku laga þessara skal ágreiningurinn lagður fyrir Félagsdóm sem sker úr honum til fullnustu.