Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1700  —  424. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 (atvinnusjúkdómar, miskabætur o.fl.).

Frá Birgi Þórarinssyni.


    Við 2. efnismgr. 5. gr. bætist: þ.m.t. hvaða gerðir krabbameina skulu teljast bótaskyldir atvinnusjúkdómar hjá slökkviliðsmönnum.

Greinargerð.

    Slökkviliðsmenn eru útsettir fyrir starfsumhverfi sem vísindalega hefur verið sannað að eykur líkur á heilsubresti. Þannig eru slökkviliðsmenn allt að tvöfalt líklegri til að fá ákveðnar tegundir krabbameina samkvæmt rannsóknum.
    Þrátt fyrir miklar forvarnir og betri útbúnað slökkviliðsmanna við slökkvistörf eiga þeir aldrei möguleika á að verja sig fullkomlega gegn krabbameinsvaldandi efnum í reyk sem myndast við bruna.
    Í Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu eru um 15 tegundir af krabbameini skilgreindar sem atvinnusjúkdómar hjá slökkviliðsmönnum. Eðlilegt er að litið verði til þessa við skilgreiningu atvinnusjúkdóma slökkviliðsmanna í reglugerð.