Ferill 759. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1712  —  759. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um afplánun dóma fyrir vörslu fíkniefna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir einstaklingar hafa á síðustu tíu árum afplánað fangelsisdóm fyrir vörslu fíkniefna sem námu tveimur grömmum eða minna af hverri einstakri tegund efna og ekki fyrir annað brot? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

    Upplýsingar þær sem óskað er eftir eru ekki skráðar, hvorki hjá ríkislögreglustjóra né Fangelsismálastofnun. Hins vegar er bent á að fyrir vörslur fíkniefna skal að jafnaði sekta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara um brot sem ljúka má með lögreglustjórasekt. Samkvæmt núgildandi fyrirmælum er grunnsekt 50.000 kr. fyrir vörslur fíkniefna og mismunandi er eftir efnum hvað bætist við fyrir hvert gramm eða hvern skammt. Sé um að ræða tvö grömm af kannabis má gera ráð fyrir að sekt verði samtals 58.000 kr. en fyrir 2 grömm af amfetamíni 70.000 kr. samkvæmt núgildandi fyrirmælum.
    Einstaklingar eru því ekki dæmdir til fangelsisrefsingar einungis fyrir vörslur í því magni sem spurningin lýtur að.