Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1718  —  624. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um markaði fyrir fjármálagerninga.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, JSV, BN, RBB, ÓGunn, SMc, ÞórP).


     1.      Í stað orðanna „2. málsl. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002“ í 4. mgr. 1. gr. komi: 3. mgr. 5. gr. laga um verðbréfasjóði.
     2.      Við 10. tölul. 1. mgr. 2. gr.
                  a.      Orðin „og að aðalstarfsemin felist ekki í því að veita fjárfestingarþjónustu í skilningi þessara laga eða leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða þeir starfi sem viðskiptavaki í tengslum við hrávöruafleiður“ í a-lið 2. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir a-lið 2. mgr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: þeir tilheyri ekki samstæðu fyrirtækja sem hafa að aðalstarfsemi að veita fjárfestingarþjónustu í skilningi þessara laga eða leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eða þeir starfi sem viðskiptavakt í tengslum við hrávöruafleiður.
                  c.      Í stað orðanna „tilkynni á hverju ári Fjármálaeftirlitinu að þeir nýti sér þessa undanþágu og gefi því“ í c-lið 2. mgr. komi: gefi Fjármálaeftirlitinu.
     3.      Í stað orðanna „laga um fjármálafyrirtæki“ í 5. mgr. 3. gr. og 45. tölul. 4. gr. komi: laga um verðbréfasjóði.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist þrír nýir töluliðir í stafrófsröð, svohljóðandi:
                      1.      Efndaákvæði: Ákvæði sem ætlað er að vernda fjárfesti með því að tryggja, við uppgreiðslu eða innlausn skuldabréfs fyrir lokagjalddaga, að útgefandi sé skyldugur til að greiða eiganda þess fjárhæð sem nemur núvirði eftirstandandi vaxtagreiðslna fram að lokagjalddaga skuldabréfsins auk höfuðstóls.
                      2.      Rafrænt form: Hvers konar varanlegur miðill að pappír undanskildum.
                      3.      Skipti á fjármálagerningum: Sala á fjármálagerningi og kaup á öðrum fjármálagerningi eða nýting á rétti til að gera breytingu á fjármálagerningi.
                  b.      Í stað „50. gr.“ í e-lið 12. tölul. 1. mgr. komi: 54. gr.
                  c.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 32. tölul. 1. mgr. komi: Seðlabanki Íslands.
                  d.      Í stað orðanna „lög um markaðssvik nr. [xx/2021]“ í 34. tölul. 1. mgr. komi: lög um aðgerðir gegn markaðssvikum.
                  e.      Í stað orðanna „annast með beint öll“ í 56. tölul. 1. mgr. komi: annast beint öll.
                  f.      Í stað „55. gr.“ í 58. tölul. 1. mgr. komi: 58. gr.
                  g.      Orðskýringin „ Viðurkenndur gagnaðili“ í 69. tölul. 1. mgr. orðist svo: Aðilar skv. a–c-lið 13. tölul. 1. mgr.
                  h.      Í stað „3. tölul.“ í 2. mgr. komi: 2. tölul. 1. mgr.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað „137. gr.“ í 3. mgr. komi: 140. gr.
                  b.      Í stað orðanna „setur reglur um efni og form umsóknar“ í 4. mgr. komi: birtir á vef sínum lista yfir þær upplýsingar sem greina þarf í umsókn.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Umsókn um starfsleyfi.
     6.      Við 8. gr bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þegar um er að ræða brot gegn 5. eða 6. tölul. 1. mgr. getur niðurfelling starfsleyfis verið tímabundin.
     7.      7. mgr. 10. gr. orðist svo:
                      Fjármálaeftirlitið skal synja um starfsleyfi ef stjórnarmenn og framkvæmdastjóri uppfylla ekki hæfisskilyrði 1. mgr. eða ef sýna má fram á að stjórn eða framkvæmdastjóri fyrirtækisins kunni að vera ógn við skilvirka, trausta og varfærna stjórnun þess og að fullnægjandi tillit verði ekki tekið til hagsmuna viðskiptavina þess og heilleika markaðarins.
     8.      Í stað orðanna „fjallað um“ og „fjallað í“ í 9. mgr. 10. gr., 7. mgr. 21. gr., 7. mgr. 45. gr., 7. mgr. 46. gr., 11. mgr. 48. gr., 5. mgr. 49. gr., 3. mgr. 51. gr., 5. mgr. 54. gr., 4. mgr. 55. gr., 5. mgr. 56. gr., 8. mgr. 57. gr., 6. mgr. 95. gr., 6. mgr. 101. gr. og 10. mgr. 109. gr. komi: kveðið á um; og: kveðið á um í.
     9.      Í stað „3. gr.“ í 3. mgr. 12. gr. komi: 4. gr.
     10.      Í stað „3. málsl. 2. mgr.“ í 3. mgr. og í 4. mgr. 13. gr. komi: 1. málsl.; og: 1. málsl. 3. mgr.
     11.      Á eftir 5. mgr. 22. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvæði þessarar greinar og 2.–3. mgr. 33. gr. eiga ekki við um verðbréfafyrirtæki þegar fjárfestingaþjónusta er veitt í tengslum við skuldabréf sem ekki er með neina aðra innbyggða afleiðu en efndaákvæði eða þegar fjármálagerningar eru markaðssettir eða þeim er dreift eingöngu til viðurkenndra gagnaðila.
     12.      Í stað orðanna „að finna“ í 6. mgr. 23. gr. komi: nánar kveðið á um.
     13.      Við 28. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „gagnsæjar“ í 4. tölul. 1. mgr. komi: án mismununar.
                  b.      Á eftir orðunum „rekstraraðila þess“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: eða verðbréfafyrirtækja.
     14.      Við 2. mgr. 29. gr.
                  a.      Í stað orðsins „aðgang“ komi: aðgengi.
                  b.      Í stað orðsins „uppfylla“ komi: fela í sér.
     15.      Í stað orðanna „er að finna frekari reglur um“ í 3. mgr. 32. gr., 4. mgr. 33. gr., 6. mgr. 34. gr. og 2. mgr. 35. gr. komi: er nánar kveðið á um.
     16.      Við 34. gr.
                  a.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þegar samningur um kaup eða sölu á fjármálagerningi kemst á í gegnum fjarsölu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að afhenda upplýsingar um kostnað og gjöld fyrir fram er verðbréfafyrirtæki heimilt að afhenda upplýsingarnar á rafrænu formi eða á pappír, að ósk almenns fjárfestis, eins fljótt og auðið er eftir að viðskiptin fara fram, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
                      1.      viðskiptavinurinn hefur samþykkt að taka við upplýsingunum eins fljótt og auðið er eftir að viðskiptin fara fram,
                      2.      verðbréfafyrirtækið hefur gefið viðskiptavininum kost á að fresta viðskiptunum til að hann geti móttekið upplýsingarnar fyrir fram, og
                      3.      verðbréfafyrirtækið hefur boðið viðskiptavininum að fá upplýsingarnar munnlega í gegnum síma.
                  b.      Á eftir orðunum „skv. 2. og 3. mgr.“ í 4. mgr. komi: þessarar greinar.
                  c.      Á eftir 4. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
                      Verðbréfafyrirtæki skulu veita allar upplýsingar samkvæmt lögunum til viðskiptavina eða hugsanlegra viðskiptavina á rafrænu formi. Almennir fjárfestar, sem eftir því óska, skulu þó fá upplýsingarnar á pappír þeim að kostnaðarlausu. Verðbréfafyrirtæki skulu upplýsa almenna fjárfesta og hugsanlega almenna fjárfesta um þennan rétt.
                      Verðbréfafyrirtæki skulu upplýsa núverandi viðskiptavini sem eru almennir fjárfestar og hafa fengið upplýsingar sem veita skal samkvæmt þessum lögum á pappír um að þeir muni fá upplýsingarnar á rafrænu formi með a.m.k. átta vikna fyrirvara. Verðbréfafyrirtæki skulu upplýsa þessa almennu fjárfesta um að þeir hafi val um að fá upplýsingarnar áfram á pappír eða á rafrænu formi. Jafnframt skal upplýsa þá um að ef þeir óska ekki eftir því innan framangreinds tíma að fá upplýsingarnar áfram á pappír þá verði þær sendar á rafrænu formi. Ekki þarf að tilkynna almennum fjárfestum sem þegar fá upplýsingarnar á rafrænu formi um þennan rétt.
                  d.      Í stað „3. tölul.“ í 6. mgr. komi: 2. tölul.
     17.      Við 36. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1. mgr. þessarar greinar“ í 2. mgr. komi: 1. mgr. 33. gr.
                  b.      Í stað „3. mgr.“ í 3. og 4. mgr. komi: 2. mgr.
                  c.      Á eftir 4. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Greining frá þriðja aðila sem látin er verðbréfafyrirtæki í té sem veitir fjárfestingarþjónustu eða viðbótarþjónustu telst uppfylla kröfur skv. 1. mgr. 33. gr. ef:
                      1.      gerður hefur verið samningur á milli verðbréfafyrirtækisins og aðilans sem leggur til greiningu áður en viðskipti fara fram eða greining er látin í té þar sem samsett gjöld og greiðslur, fyrir framkvæmd viðskipta og greiningar, eru brotin niður þannig að fram komi hvað sé vegna greininga,
                      2.      verðbréfafyrirtækið upplýsir viðskiptavini sína um samsettar greiðslur fyrir framkvæmd viðskipta og greiningar til þriðja aðila sem lætur greiningu í té, og
                      3.      greiningin varðar útgefendur sem hafa markaðsvirði sem hefur ekki farið yfir 1 milljarð evra (EUR), á síðustu 36 mánuðum áður en greiningin er látin í té, miðað við uppgefin tilboð í lok árs þau ár sem útgefandinn var skráður á markað eða á grundvelli eiginfjár þau reikningsár sem hann var ekki skráður á markað.
                      Til greininga í skilningi þessarar greinar telst greiningarefni og -þjónusta í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga eða aðrar eignir, eða útgefendur eða hugsanlega útgefendur fjármálagerninga, eða greiningarefni og -þjónusta sem tengist náið ákveðnum iðnaði eða markaði að því leyti sem það felur í sér álit á fjármálagerningi, eign eða útgefanda í þeim iðnaði eða á þeim markaði.
                      Til greininga teljast einnig greiningarefni og -þjónusta sem:
                      1.      leynt eða ljóst mælir með eða leggur til fjárfestingaráætlun og veitir rökstutt álit um núvirði eða framtíðarvirði eða framtíðarverð fjármálagernings eða eignar, eða að öðru leyti felur í sér greiningu eða eigið mat og kemst að niðurstöðu byggðri á nýjum eða eldri upplýsingum sem gætu verið notaðar til að móta fjárfestingaráætlun, og
                      2.      skiptir máli og getur gefið verðbréfafyrirtækinu möguleika á að taka betri fjárfestingarákvarðanir fyrir hönd viðskiptavinarins sem greiðir fyrir greiningarnar.
     18.      Í stað orðanna „eru að finna frekari reglur um efni þessarar greinar“ í 3. mgr. 37. gr. komi: er nánar kveðið á um reglur um kaupaukakerfi og starfslokasamninga verðbréfafyrirtækis samkvæmt þessari grein.
     19.      Fyrirsögn 39. gr. verði: Þekking og hæfni einstaklinga sem láta í té upplýsingar um fjármálagerninga og þjónustu.
     20.      Við 44. gr.
                  a.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þegar verðbréfafyrirtæki veitir fjárfestingarráðgjöf eða eignastýringarþjónustu sem felur í sér skipti á fjármálagerningum skal það afla sér nægilegra upplýsinga um fjárfestingu viðskiptavinarins og leggja mat á ávinning og kostnað þess að skipta út fjármálagerningum. Verðbréfafyrirtæki skal, þegar það veitir fjárfestingarráðgjöf, upplýsa viðskiptavininn um hvort ávinningur við að skipta út fjármálagerningum vegi þyngra en kostnaðurinn.
                  b.      Í stað orðanna „Um mat á hæfi er nánar fjallað“ í 4. mgr. komi: Nánar er kveðið á um mat á hæfi.
     21.      Í stað „b-lið 61. tölul. 4. gr.“ í 5. mgr. 45. gr. komi: b-lið 66. tölul. 1. mgr. 4. gr.
     22.      Í stað orðsins „umbun“ í 4. mgr. 48. gr. komi: umbunar.
     23.      Í stað orðanna „vegna markaðsaðstæðna“ í 1. málsl. 3. mgr. 49. gr. komi: við ríkjandi markaðsaðstæður.
     24.      Á eftir 52. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist röð greina í frumvarpinu í samræmi við það:

Þjónusta sem veitt er fagfjárfestum.

                      Ákvæði 3. tölul. 2. mgr. 34. gr. eiga ekki við um þjónustu sem veitt er fagfjárfestum nema vegna fjárfestingarráðgjafar og eignastýringar. Ákvæði 4. mgr. 44. gr. og 2.–5. mgr. 46. gr. eiga ekki við um þjónustu sem veitt er fagfjárfesti, nema hann upplýsi verðbréfafyrirtæki, annaðhvort á rafrænu formi eða pappír, að hann vilji að svo sé. Verðbréfafyrirtæki skulu halda skrá um öll slík samskipti, sbr. 5. mgr. 23. gr.
     25.      Í stað orðanna „skv. 33. gr., 1. og 5. mgr. 34. gr., 35.–38. gr., 39–41. gr.44.–45. gr., 1. og 6. mgr. 46. gr., 48. gr. og 1. og 2. mgr. 49. gr.“ í 1. mgr. 54. gr. komi: 33.–41. gr., 44.–46. gr., 48. gr. og 1.–2. mgr. 49. gr.
     26.      Við 58. gr.
                  a.      Í stað orðanna „úrskurðarnefndar skv. 2. mgr.“ í 1. mgr. komi: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
                  b.      2.–4. mgr. falli brott.
     27.      Í stað „1. mgr.“ í 4. mgr. 63. gr. komi: 2. mgr.
     28.      Í stað „90. gr.“ í 1. mgr. 64. gr. komi: 94. gr.
     29.      Í stað „64. gr.“ í 2. mgr. 66. gr. komi: 66. gr.
     30.      Við 70. gr.
                  a.      Í stað „Útibúið uppfyllir“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: Uppfylli útibúið.
                  b.      Í stað „Ef starfsemi útibúsins er“ í 7. tölul. 1. mgr. komi: Sé starfsemi útbúsins.
     31.      Við 73. gr.
                  a.      Í stað „75. gr.“ í 1. tölul. 2. mgr. komi: 77. gr.
                  b.      Í stað „77. gr.“ í 3. tölul. 2. mgr. komi: 79. gr.
     32.      Orðin „2. tölul“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. 83. gr. falli brott.
     33.      Í stað „115. gr.“ í 7. mgr. 92. gr. komi: 119. gr.
     34.      Í stað „94. mgr.“ í 1. mgr. 98. gr. komi: 98. gr.
     35.      2. tölul. 5. mgr. 101. gr. orðist svo: verðbréfasjóð samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og sérhæfðan sjóð samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
     36.      Fyrirsögn 105. gr. orðist svo: Umsókn um starfsleyfi.
     37.      Í stað orðanna „ekki verði truflun“ í 4. mgr. 108. gr., 9. mgr. 109. gr. og 3. mgr. 110. gr. komi: truflun verði.
     38.      Í stað orðanna „Nánari er fjallað“ í 6. mgr. 108. gr. komi: Nánar er kveðið á.
     39.      6. mgr. 109. gr. orðist svo:
                      Upplýsingar skulu vera aðgengilegar án endurgjalds 15 mínútum eftir að þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar birtir þær. Hún skal á skilvirkan og samræmdan hátt miðla upplýsingum og tryggja skjótan aðgang að þeim án mismununar, á almennt samþykktum sniðum sem eru rekstrarsamhæf, aðgengileg og nýtast markaðsaðilum.
     40.      Orðin „skv. 113. gr.“ í 1. mgr. 116. gr. og 1. mgr. 117. gr. falli brott.
     41.      Við 118. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Fá aðgang eða afrit“ í 4. tölul. 4. mgr.: Krefjast aðgangs að eða afrits.
                  b.      Í stað orðsins „vörusamþykktarferli“ í 15. tölul. 4. mgr. komi: vöruþróunarferli.
                  c.      Í stað orðsins „Sakborningur“ í 6. mgr. komi: Gerðarþoli.
     42.      Í stað orðanna „gegn ákvæðum laganna“ í 122. og 123. gr. komi: af sér með þeim hætti sem greinir í 1. og 2. mgr. 125. gr.
     43.      Við 124. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „hagsmunaárekstra, sbr.“ í 17. tölul. 1. mgr. komi: 21.
                  b.      Orðin „3. tölul.“ í 22. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað „64. og 66. gr.“ í 32. tölul. 1. mgr. komi: 64.–66. gr.
                  d.      Á eftir „4. mgr. 118. gr.“ í 2. mgr. komi: eða 122. gr.
                  e.      Í stað „2. mgr.“ í 4. mgr. komi: 3. mgr.
     44.      Í stað „fyrirtækis“ í 4. tölul. 1. mgr. 130. gr. komi: verðbréfafyrirtækis.
     45.      Við 132. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „viðurlaga“ tvívegis í 5. mgr. og í 3. málsl. 7. mgr. komi: eða annarra ráðstafana.
                  b.      Á eftir orðinu „stjórnsýsluviðurlaga“ í 1. málsl. 6. mgr., 2. málsl. 7. mgr. og 1. málsl. 8. mgr. komi: eða annarra ráðstafana.
     46.      Við 133. gr.
                  a.      Í stað „130. gr.“ í 2. mgr. komi: 132. gr.
                  b.      Í stað orðanna „6. þætti“ í 4. mgr. komi: 8. þætti.
     47.      Á eftir orðunum „viðkomandi fyrirtækjum og“ í 3. mgr. 139. gr. komi: þær upplýsingar.
     48.      Við 146. gr.
                  a.      Í stað „1. maí 2021“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 1. september 2021.
                  b.      Á eftir orðunum „1. nóvember 2021“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: og 5. mgr. 48. gr. öðlast gildi 28. febrúar 2023.
     49.      Við 147. gr.
                  a.      Efnismálsgrein a-liðar 1. tölul. orðist svo: Lög þessi gilda um yfirtökur.
                  b.      O-liður 1. tölul. orðist svo: Heiti laganna verður: Lög um yfirtökur.
                  c.      Í stað orðanna „veita fjárfestingarþjónustu í skilningi þessara laga eða leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki“ í a-lið 2. mgr. 10. tölul. e-liðar 2. tölul. komi: veita fjárfestingarþjónustu í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga eða leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum þessum.
                  d.      Í stað „2. mgr. 10. tölul. 1. mgr.“ í 3. mgr. e-liðar 2. tölul. komi: 2. mgr. 10. tölul. 3. mgr.
                  e.      F-liður 2. tölul. falli brott.
                  f.      Í stað „3. mgr.“ í g-lið 2. tölul. komi: 4. mgr.
                  g.      Á eftir síðari h-lið 2. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „VII. og VIII. kafla laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: II. og IV. kafla laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
                  h.      5. tölul. i-liðar 2. tölul. falli brott.
                  i.      J-liður 2. tölul. falli brott.
                  j.      Á eftir p-lið 2. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. e laganna:
                      a.      Í stað orðanna „c-og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.“ í 3. mgr. kemur: c- og f-lið 15. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
                      b.      Í stað orðanna „b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.“ í 3. mgr. kemur: b- og d-lið. 15. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
                  k.      Við 2. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: 29. tölul. 1. mgr. 110. gr. laganna fellur brott.
                  l.      Orðin „66. gr. b“ í a-lið 4. tölul. falli brott.
                  m.      Í stað orðanna „30. og 32. tölul“ í a-lið 4. tölul. komi: 30., 32. og 34. tölul.
                  n.      Við 4. tölul. bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                      e.      Í stað orðanna „VII. kafla laga um verðbréfaviðskipti“ í 87. gr. e laganna kemur: II. kafla laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
                      f.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaðar“ í 1. mgr. 100. gr. laganna kemur: markaðar.
                  o.      Á eftir b-lið 9. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „verðbréfamarkað“ í lokamálslið 31. gr. laganna kemur: markað.
                  p.      C-liður 9. tölul. orðist svo: Í stað orðanna „skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli 118. og 131. gr. sömu laga“ í 3. mgr. 55. gr. laganna kemur: í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga eða vegna endurkaupaáætlana eða verðjöfnunar í skilningi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum.
                  q.      11. tölul. falli brott.
                  r.      14. tölul. falli brott.
                  s.      Orðin „1. mgr. 24. gr.“ í a-lið 15. tölul. falli brott.
                  t.      Í stað „4. mgr. 74. gr. og 4. mgr. 80. gr.“ í a-lið 15. tölul. komi: og 4. mgr. 74. gr.
                  u.      Á eftir b-lið 15. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „verðbréfamarkaði í samræmi við skilgreiningu laga um kauphallir“ í 23. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: markaði, sbr. lög um markaði fyrir fjármálagerninga.
                  v.      Orðin „og 23.“ og „4. tölul. 89. gr.“ í d-lið 15. tölul. falli brott.
                  w.      Við 15. tölul. bætist þrír nýir stafliður, svohljóðandi:
                      f.      Í stað orðanna „lögum um verðbréfaviðskipti“ í 9. mgr. 45. gr. laganna kemur: lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
                      g.      Í stað orðanna „staðist próf í verðbréfaviðskiptum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki“ í 4. mgr. 80. gr. laganna kemur: verðbréfaréttindi samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.
                      h.      Í stað orðanna „verðbréfamarkaði í skilningi laga um kauphallir“ í 4. tölul. 89. gr. laganna kemur: markaði í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
                  x.      Í stað orðanna „um almenn útboð og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum markaði, upplýsingagjöf útgefenda, yfirtökur, innherjaupplýsingar og viðskipti innherja“ í 16. tölul. komi: um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020.
                  y.      17. tölul. orðist svo: Lög um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019:
                      1.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaði“ í 20. gr. laganna kemur: markaði.
                      2.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaði“ tvívegis í 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: markaði.
                  z.      Í stað „4. tölul. B-liðar 30. gr.“ í a-lið 19. tölul. komi: 4. tölul. 3. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr.
                  aa.      Á eftir b-lið 19. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „verðbréfamarkaði“ í 3. mgr. 66. gr. og a-lið 7. tölul. 1. mgr. 70. gr. laganna kemur: markaði.
                  bb.      22. tölul. falli brott.
                  cc.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016: Í stað orðanna „6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007“ í 4. mgr. 58. gr. laganna kemur: f-lið 15. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga.