Ferill 806. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1730  —  806. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um innlagnir á Vog og fíknimeðferðardeild Landspítala.


     1.      Hver hefur fjöldi innlagna á Vog og fíknimeðferðardeild Landspítala verið frá árinu 2015, skipt eftir kynjum?

Vogur.
    Fjölda innlagna á Vog frá árinu 2015, skipt eftir kynjum, má sjá á eftirfarandi línuriti.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Landspítali.
    Frá árinu 2015 hefur innlögnum á móttökugeðdeild fíknimeðferðar fjölgað úr 480 á ári í tæplega 600 árið 2020. Á þessu sex ára tímabili voru um 62% innlagðra karlkyns og um 38% kvenkyns. Hlutfall kynjanna var nokkuð jafnt árið 2015. Hins vegar hefur legum kvenna fækkað en legum karla fjölgað verulega (sjá skýringarmynd hér að aftan). Meðallegutíminn hefur styst um tvo daga frá árinu 2015.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hve hátt hlutfall þeirra innlagna voru fyrstu komur viðkomandi sjúklinga á Vog eða fíknimeðferðardeild Landspítala?

Vogur.
    Upplýsingar frá Vogi um hlutfall innlagna sem fyrstu komur má sjá á eftirfarandi línuriti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Landspítali.
    Um 60% innlagna eru fyrstu innlagnir á móttökugeðdeild fíknimeðferðar, en einhverjir gætu átt að baki fyrri innlagnir á öðrum legudeildum geðþjónustu eða verið í þjónustu á dag- eða göngudeildum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver var meðalbiðtími þeirra sem fengu innlögn á Vog eða fíknimeðferðardeild Landspítala frá árinu 2015, skipt eftir kynjum?

Vogur.
    Meðalbiðtími á Vogi liggur fyrir frá árinu 2018 og fram til loka aprílmánaðar árið 2020. Hann má sjá í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Landspítali.
    Ekki er mikil bið eftir meðferð af biðlista og eru flestar innlagnir gegnum bráðamóttöku. Á biðlista fyrir innlögn á deildina eru að jafnaði um 15–20 manns. Kynjahlutfall er afar breytilegt á hverjum tíma þar sem um svo fáa einstaklinga er að ræða. Fólk er sett á biðlista eftir beiðnafund sem haldinn er tvisvar í viku. Valið er á biðlista með markhóp deildarinnar í huga. Forgangsraðað er eftir málum með tilliti til alvarleika og bráðleika. Þannig er biðin frá örfáum dögum til nokkurra vikna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hve margir sjúklingar lágu inni á hvorri stofnun fyrir sig, skipt eftir kynjum í:
                  a.      1–2 sólarhringa,
                  b.      3–4 sólarhringa,
                  c.      5–6 sólarhringa,
                  d.      7–8 sólarhringa,
                  e.      9–10 sólarhringa?


Vogur.
    Upplýsingar um fjölda sjúklinga sem lágu inni á Vogi, skipt eftir kynjum, má sjá á eftirfarandi línuritum, skipt eftir fjölda sólarhringa.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Landspítali.
    Að undanskildum þeim sem útskrifuðu sig sjálfir eru allmargar legur innan við þriggja daga langar. Í þeim tilvikum fóru flestir heim og í mörgum tilvikum í áframhaldandi meðferð á dagdeild fíknimeðferðar eða með tilvísun á aðra fagaðila. Nokkrir fóru á annað sjúkrahús eða fluttust á aðra legudeild innan geðþjónustu spítalans. Deildin tók einnig við 50–70 sjúklingum frá öðrum legudeildum spítalans á tímabilinu en hér er einungis miðað við þá sem hófu legu sína á móttökudeild fíknimeðferðar.
    Að aftan má finna yfirlit um allar legur sem hófust á móttökugeðdeild fíknimeðferðar eftir legulengd og kyni.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

     5.      Hversu hátt hlutfall þeirra sjúklinga sem útskrifaðir voru úr afeitrunarmeðferð áður en henni var lokið, þ.e. 10 daga, fóru að eigin ósk, skipt eftir kynjum?

Vogur.
    Upplýsingar um hlutfall þeirra sjúklinga á Vogi sem útskrifaðir voru úr afeitrunarmeðferð áður en henni var lokið, þ.e. innan tíu daga, og fóru að eigin ósk, skipt eftir kynjum, má finna í eftirfarandi línuriti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Landspítali.
    Á tímabilinu 2015–2020 á Landspítala útskrifuðu alls 228 sjúklingar sig áður en meðferð lauk. Voru það 7% af öllum legum deildarinnar á tímabilinu. Þessar útskriftir miðast ekki við að sjúklingur þurfi að vera tíu daga á deildinni, sbr. framangreint. Síðustu tvö árin hefur þeim sem útskrifa sig sjálfir fækkað verulega, frá u.þ.b. 32–54 í 22–23 einstaklinga. Eru það um 5% af legum.

    Hér má sjá fjölda lega og skiptingu eftir kyni, árum og legulengd.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Undanfarin tvö ár var um helmingur þeirra 22–23 sem útskrifuðu sig sjálfir, eða 10–11 manns, í sinni fyrstu meðferð. Árið 2020 voru fimm úr þessum hópi að leggjast inn í annað skipti og átta áttu a.m.k. þrjár innlagnir ef litið er aftur undanfarin sex ár.

     6.      Hversu háu hlutfalli þeirra sjúklinga sem útskrifaðir voru úr afeitrunarmeðferð áður en henni var lokið, þ.e. 10 daga, var vísað frá, skipt eftir kynjum, og hve margir af þeim einstaklingum:
                  a.      voru að leggjast inn í fyrsta skipti,
                  b.      voru að leggjast inn í 2.–3. skipti,
                  c.      áttu a.m.k. þrjár innlagnir að baki?

Vogur.
    Upplýsingar um hlutfall sjúklinga sem útskrifaðir voru úr afeitrunarmeðferð á Vogi áður en henni var lokið, þ.e. tíu daga, og var vísað frá, skipt eftir kynjum og öðru, má finna í eftirfarandi línuritum.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Landspítali.
    Nauðsynleg meðferð á deildinni getur verið frá einum degi upp í nokkrar vikur eftir eðli vandans. Meðallengd innlagnar er nú um átta dagar en margar þeirra eru mun lengri (sjá svar við 1. tölul.), og er alls ekki um nein tíu daga meðferðarmörk að ræða.
    Einstaklingum er eingöngu vísað úr meðferð af móttökugeðdeild fíknimeðferðar vegna alvarlegra brota á deildarreglum, svo sem vegna neyslu eða ofbeldis, og þá einungis þeim sem eru ekki í geðrofi og ekki metnir í sjálfsvígshættu. Því má segja að þessi spurning eigi ekki við um starfsemi deildarinnar.


     7.      Hvaða þjónusta er í boði fyrir þá einstaklinga sem vísað er frá afeitrunarmeðferð?

Vogur.
    Þeim sem er vísað út koma mjög oft aftur síðar á Vog, eins og sjá má á eftirfarandi línuritum. Sjúklingum sem útskrifast með ótímabærum hætti frá Vogi er alltaf bent á að þeir séu velkomnir aftur síðar og/eða geti leitað til göngudeildar SÁÁ. Einnig eru sjúklingar upplýstir um að hægt sé að fá læknisaðstoð á heilsugæslustöð og/eða á bráðamóttöku Landspítala.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

Landspítali.
    Eins og kemur fram í svari við 6. tölul. fyrirspurnarinnar á þessi töluliður í raun ekki við um deildina. Einstaklingum er eingöngu vísað úr meðferð af móttökugeðdeildinni vegna alvarlegra brota á deildarreglum, svo sem vegna neyslu eða ofbeldis, og þá einungis þeim sem eru ekki í geðrofi og ekki metnir í sjálfsvígshættu.
    Hvað varðar þjónustu við þá sjúklinga sem er vísað úr meðferð samkvæmt fyrrnefndu eða útskrifa sig áður en meðferð lýkur er það metið hverju sinni hvaða úrræði er við hæfi. Gjarnan er ástæða ótímabærrar útskriftar sú að sjúklingur hefur ekki áhuga á frekari meðferð.