Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1740  —  339. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til kosningalaga.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      2. og 3. mgr. 70. gr. falli brott.
     2.      71. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

             Kjörstjórar erlendis.

                      Kjörstjórar við atkvæðagreiðslu erlendis eru forstöðumenn sendiráða, sendiræðismenn, aðrir sendierindrekar eftir ákvörðun viðkomandi forstöðumanns, aðrir starfsmenn sendiráða og sendiræðisskrifstofa, kjörræðismenn og sérstakir kjörstjórar samkvæmt ákvörðun þess ráðherra sem fer með utanríkismál. Ráðherra sem fer með utanríkismál skal tilkynna landskjörstjórn hverju sinni hverjir eru kjörstjórar erlendis.
                      Þjóðskrá Íslands ber að veita kjörstjórum aðgang að upplýsingum úr skrám og kerfum stofnunarinnar án endurgjalds svo að þeir geti sinnt hlutverki sínu.
     3.      Orðin „þ.m.t. póstatkvæði“ í 3. mgr. 93. gr. falli brott.
     4.      Við 94. gr.
                  a.      Orðin „þ.m.t. póstatkvæði“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      F- og g-liður 1. mgr. falli brott.
     5.      Við 103. gr.
                  a.      Orðin „eða við póstkosningu“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      Orðin „en þó að undanskildum póstatkvæðum“ í d-lið falli brott.
                  c.      Orðin „eða póstatkvæði“ í e-lið falli brott.
     6.      Orðin „þ.m.t. póstatkvæða“ í 6. mgr. 105. gr. falli brott.
     7.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Dómsmálaráðherra skal í samráði við landskjörstjórn, Samband íslenskra sveitarfélaga og Alþingi láta vinna nánari greiningu á póstkosningu íslenskra ríkisborgara erlendis í almennum kosningum. Sérstaklega skal hugað að kosningaleynd og hvernig tryggja megi örugga framkvæmd slíkrar póstkosningar.
                      Ráðherra skal leggja niðurstöður vinnunnar fyrir Alþingi eigi síðar en við upphaf þings haustið 2022.