Ferill 864. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1757  —  864. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um útgjöld til nýframkvæmda í vegakerfinu.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hver var og er áætluð heildarfjárfesting Vegagerðarinnar í nýframkvæmdum í vegakerfinu á árunum 1999–2024 miðað við uppgjör Vegagerðarinnar annars vegar og fyrirliggjandi samgönguáætlun til fimm ára hins vegar, sundurliðað eftir árum, uppfært til núverandi verðlags?
     2.      Hvert er hlutfall nýfjárfestingar í vegagerð af heildarútgjöldum ríkissjóðs fyrir hvert ár tímabilsins, miðað við fyrirliggjandi uppgjör annars vegar og áætlun um þróun ríkisútgjalda til ársins 2024 hins vegar?
     3.      Hvert er hlutfall framlaga til nýframkvæmda í vegagerð af vergri landsframleiðslu fyrir hvert ár tímabilsins?


Skriflegt svar óskast.