Ferill 865. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1758  —  865. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um uppgjörsreglur sveitarfélaga.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Er flokkun og framsetning sveitarfélaga á fjárfestingarfasteignum í samræmi við framsetningu sveitarfélaga og annarra opinberra aðila í reikningsskilum á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu, svo sem hvað varðar félagslegt leiguhúsnæði? Samræmist slík flokkun skyldum Íslands um samræmda túlkun og beitingu samkvæmt EES-samningnum?
     2.      Ber sveitarfélögum að leggja fram hefðbundinn samstæðureikning við gerð samstæðureikningsskila og fara eftir lögum um ársreikninga við gerð hans í ljósi álits reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga nr. 1/2020 þar sem fram kemur að ekki liggi fyrir með afdráttarlausum hætti hvort sveitarfélög eigi að setja fram reikningsskil sín fyrir A-hluta og B-hluta miðað við reglur samstæðureikningsskila eða samantekinna reikningsskila?
     3.      Er sveitarfélögum heimilt að leggja fram svonefnd samantekin reikningsskil samkvæmt reglugerð nr. 1212/2015, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, í stað hefðbundins samstæðureiknings?


Skriflegt svar óskast.