Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1780  —  537. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um gjaldeyrismál.

Frá Óla Birni Kárasyni, Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Þórarni Inga Péturssyni.


    4. mgr. 7. gr. orðist svo:
    Seðlabanki Íslands skal kynna ákvörðun um setningu reglna samkvæmt þessu ákvæði í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður áður en þær taka gildi eða svo fljótt sem verða má verði því ekki komið við. Ef reglur eru settar samkvæmt þessu ákvæði skal ráðherra flytja Alþingi skýrslu innan fjögurra sólarhringa frá gildistöku þeirra, eða svo fljótt sem verða má sé Alþingi þá ekki að störfum, þar sem m.a. komi fram rök fyrir nauðsyn þeirra.