Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1782  —  506. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Fjarskiptastofu.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


    5. mgr. 28. gr. falli brott.

Greinargerð.

    Í 5. mgr. 28. gr. er vikið að skyldu Fjarskiptastofu til að senda yfirlitsskýrslu um tilkynnt öryggisatvik og meðhöndlun þeirra til Eftirlitsstofnunar EFTA og Netöryggisstofnunar Evrópu (ENISA) skv. 80. gr. laga um fjarskipti. Er þar vísað til frumvarps til nýrra fjarskiptalaga (209. mál). Í ljósi þess að það mál hefur ekki verið afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi þarf að fella ákvæðið brott.