Ferill 24. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1784  —  24. mál.
Síðari umræða.Nefndarálit með breytingartillögu


um tillögu til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um einföldun regluverks.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að forsætisráðherra verði falið að hafa forgöngu um að ríkisstjórnin útbúi tímasetta aðgerðaáætlun um einföldun regluverks og jafnframt að dregið verði úr reglubyrði. Umsögn barst frá Alþýðusambandi Íslands.
    Minni hlutinn tekur undir það markmið tillögunnar að auka skilvirkni og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
    Samkvæmt tillögunni verður forsætisráðherra falið að kynna Alþingi aðgerðaáætlunina á vorþingi 2021. Minni hlutinn leggur til breytingu þess efnis að kynning á skýrslunni miðist við vetrarþing 2022.
    Minni hlutinn leggur til að þingsályktunartillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað orðanna „vorþingi 2021“ í 3. málsl. tillögugreinarinnar komi: vetrarþingi 2022.

Alþingi, 12. júní 2021.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.