Ferill 868. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1793  —  868. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um upplýsingar Hagstofu Íslands um utanríkisverslun Íslands.

Frá Bergþóri Ólasyni.


    Telur ráðherra að upplýsingar um útflutning á vöru og þjónustu, sem Hagstofa Íslands birtir, kunni að vera misvísandi eða ónákvæmar hvað varðar stærstu útflutningsmarkaði Íslands? Ef svo er, hver er skýringin á því að upplýsingar um útflutning Íslands séu ekki nákvæmari en raunin virðist vera? Eru útflutningsskýrslur þannig uppsettar að Hagstofunni reynist erfitt að byggja á þeim eða lætur Skatturinn Hagstofunni ekki í té fullnægjandi upplýsingar?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í skýrslunni Áfram gakk! Utanríkisviðskiptastefna Íslands frá því í desember árið 2020 er byggt á gögnum Hagstofu Íslands um utanríkisverslun sem setja má fyrirvara við hvað varðar mikilvægustu útflutningsmarkaði Íslands og hvort hlutfall vöruútflutnings til Evrópusambandsríkja sé ef til vill ofmetið.