Ferill 847. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Nr. 31/151.

Þingskjal 1800  —  847. mál.


Þingsályktun

um að efla stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að innleiða sem fyrst samræmda framkvæmd stjórnvalda um notkun tungumála í samskiptum þeirra við borgara sem ekki tala eða skilja íslensku þannig að meðferð mála þeirra samrýmist skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttar.
    Jafnframt verði álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9938/2018 haft til grundvallar við endurskoðun stjórnsýslulaga sem nú fer fram í forsætisráðuneytinu með það að markmiði að tryggja á raunhæfan hátt þátttökurétt borgara sem ekki tala eða skilja íslensku í undirbúningi ákvarðana stjórnvalda í málum þeirra.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2021.