Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1812, 151. löggjafarþing 711. mál: loftslagsmál (markmið um kolefnishlutleysi).
Lög nr. 95 25. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (markmið um kolefnishlutleysi).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Orðið „og“ í lok c-liðar fellur brott.
  2. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Verði loftslagsmarkmið stjórnvalda uppfærð skal leggja til breytingar á þessu ákvæði því til samræmis.


2. gr.

     Á eftir 5. tölul. 3. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Kolefnishlutleysi: Ástand þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis af mannavöldum og nettólosun er því engin.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.