Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1831, 151. löggjafarþing 588. mál: þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu (leiðsöguhundar).
Lög nr. 106 25. júní 2021.
Leiðsöguhundar.
Ríkissjóður skal tryggja árlega fjármagn til að afla, þjálfa og flytja inn leiðsöguhunda til samræmis við eftirspurn hverju sinni. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sér um öflun leiðsöguhunda í samstarfi við Blindrafélagið. Notendur skulu ekki bera kostnað sem hlýst af öflun og þjálfun slíkra hunda eða vegna flutnings slíkra hunda til og frá landi hverju sinni.
Miðstöðin tekur á móti og afgreiðir umsóknir um leiðsöguhunda. Þeim skal úthlutað til einstaklinga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér þá sem hjálpartæki til aukins öryggis og sjálfstæðis við daglegt líf. Úthlutun er fylgt eftir með þjálfun hjá sérþjálfuðum hundaþjálfurum og umferliskennurum. Úthlutun fylgir mat á aðstæðum einstaklings og mat á pörun einstaklings og leiðsöguhunds.
Rísi ágreiningur um ákvörðun miðstöðvarinnar skv. 1.–2. mgr. er heimilt að kæra ákvörðun hennar til ráðuneytisins.
Þingskjal 1831, 151. löggjafarþing 588. mál: þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu (leiðsöguhundar).
Lög nr. 106 25. júní 2021.
Lög um breytingu á lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008 (leiðsöguhundar).
1. gr.
Á eftir II. kafla laganna kemur nýr kafli, II. kafli A, Leiðsöguhundar, með einni nýrri grein, 8. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Miðstöðin tekur á móti og afgreiðir umsóknir um leiðsöguhunda. Þeim skal úthlutað til einstaklinga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér þá sem hjálpartæki til aukins öryggis og sjálfstæðis við daglegt líf. Úthlutun er fylgt eftir með þjálfun hjá sérþjálfuðum hundaþjálfurum og umferliskennurum. Úthlutun fylgir mat á aðstæðum einstaklings og mat á pörun einstaklings og leiðsöguhunds.
Rísi ágreiningur um ákvörðun miðstöðvarinnar skv. 1.–2. mgr. er heimilt að kæra ákvörðun hennar til ráðuneytisins.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.