Ferill 823. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1834  —  823. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um siðareglur Ríkisútvarpsins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margir starfsmenn falla undir siðareglur Ríkisútvarpsins?
     2.      Hversu margir starfsmenn falla ekki undir siðareglur Ríkisútvarpsins?


    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisútvarpinu um þær tvær spurningar sem fyrirspurnin lýtur að. Meðfylgjandi er svar þess:
    Siðareglur Ríkisútvarpsins ná til allra starfsmanna Ríkisútvarpsins sem eru í föstu ráðningarsambandi, hvort heldur ráðningin er tímabundin eða ótímabundin.