Ferill 831. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1841  —  831. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
    Þann 1. apríl 2018 færðist rekstur ráðherrabifreiðar ráðuneytisins og bílstjóra til Umbru – rekstrarfélags Stjórnarráðsins og eru upplýsingar um kostnað frá þeim tíma úr bókhaldi Umbru.
2017 2018 2019
Dómsmálaráðuneytið 12.255.812 3.195.457
Umbra 11.928.552 (apríl– des.) 18.862.315

     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.

2017 2018 2019
Dómsmálaráðuneytið 450.980 156.529 (janúar–apríl)
Umbra 1.256.598 (apríl–des.) 2.357.248


     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
2017 2018 2019
Gistikostnaður 60.192 0 0

     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017– 2019?
2017 2018 2019
Dagpeningar 0 0 0

     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
2017 2018 2019
Annar ferðakostnaður 352.547 4.658 129.090