Ferill 822. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1843  —  822. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um hlutdeildarlán ríkisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvað skiluðu hlutdeildarlán ríkisins mörgum kaupsamningum á landinu öllu, sundurliðað eftir kjördæmum og póstnúmerum, frá upphafi til 1. maí 2021?

    Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem annast framkvæmd hlutdeildarlána samkvæmt lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, og reglugerð um hlutdeildarlán, nr. 1084/2020, hefur stofnunin frá upphafi lánveitinga (í nóvember 2020) samþykkt 263 umsóknir um hlutdeildarlán þar sem umsækjandi var með kaupsamning. Fasteignir sem lánað var til skiptast með eftirfarandi hætti eftir póstnúmerum:
                             
101 2 260 35
103 1 262 12
104 5 270 15
105 5 300 11
108 29 301 1
110 5 400 1
112 36 415 1
113 2 540 3
190 3 600 32
200 7 604 2
210 5 800 9
221 15 810 8
230 3 815 5
245 3 850 1
250 4 860 2
    
    Skiptingin eftir landshlutum er eftirfarandi:*

Reykjavík 83
Suðurnes og Kraginn 102
Vesturland og Vestfirðir 14
Norðurland vestra 3
Norðurland eystra 34
Austurland 0
Suðurland 25
* Ekki reyndist mögulegt að flokka hlutdeildarlán niður á kjördæmi þar sem einstök sveitarfélög geta tilheyrt fleiri en einu kjördæmi.

    Jafnframt hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nú greitt út 129 hlutdeildarlán að andvirði um 1,1 milljarðs kr. sem skiptist á eftirfarandi hátt eftir svæðum.

Á höfuðborgarsvæðinu 74
Á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins 45
Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða 10