Ferill 837. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1845  —  837. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
    Kostnaður umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna ráðherrabílstjóra fyrir árið 2017 var 12.033.205 kr. og fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til og með mars 2018 var hann 3.027.985 kr. Í apríl 2018 var breyting á fyrirkomulagi á rekstri ráðherrabifreiða hjá Stjórnarráðinu með flutningi á ráðningarsambandi bílstjóra ásamt eignarhaldi og rekstri ráðherrabifreiða til miðlægrar þjónustueiningar, Umbru – þjónustumiðstöðvar. Samkvæmt upplýsingum frá Umbru var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra frá 1. apríl 2018 til 31. desember 2018 11.928.552 kr. og 18.862.315 kr. vegna ársins 2019.

     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.
    Rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar var 3.262.782 kr. árið 2017, 1.640.861 kr. árið 2018 og 2.357.248 kr. árið 2019. Upplýsingar um rekstrarkostnað ráðherrabifreiða frá 1. apríl 2018 til 31. desember 2019 byggjast á upplýsingum frá Umbru og eru án kostnaðar vegna afskrifta bifreiðarinnar.

     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Kostnaður ráðherra vegna gistingar innan lands var enginn á árinu 2017, 102.133 kr. árið 2018 og 133.327 kr. árið 2019.

     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Ekki eru greiddir dagpeningar fyrir ferðir innan lands heldur er einungis greitt samkvæmt reikningi.

     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Kostnaður ráðherra vegna flugfargjalda innan lands án veltutengdra afslátta var 265.764 kr. árið 2017, 314.019 kr. árið 2018 og 280.382 kr. árið 2019. Ekki er hægt að sundurgreina annan kostnað vegna ferða ráðherra frá öðrum ferðakostnaði þar sem bókhald ráðuneytisins er ekki byggt upp með þeim hætti að hægt sé að kalla fram slíkar upplýsingar.