Ferill 841. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1850  —  841. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni um lúðuveiðar.


     1.      Hversu mikilli lúðu hefur verið landað árlega á árunum 2012–2020?
    Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu um landaðan afla nam magn lúðu á árunum 2012–2020 sem hér segir:

Ár Kg
2012 35.108
2013 41.914
2014 59.180
2015 87.766
2016 122.815
2017 104.321
2018 138.375
2019 134.373
2020 142.801

     2.      Hver er upphæð gjalds árin 2012–2021 sem lagt hefur verið á landaðan lúðuafla samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, sundurliðað eftir árum?
    Í sama svari stofnunarinnar er verðmæti þess lúðuafla sem seldur hefur verið gegnum uppboðsmarkaði og renna á í Verkefnasjóð sjávarútvegsins skv. 4. gr. reglugerðar nr. 470/2012, sbr. 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 941/2016, á árunum 2012 til 2021 eftirfarandi. Athygli er vakin á að tölur fyrir 2021 eru fyrir hluta ársins.

Ár                          Kr.
2012 5.179.462
2013 8.722.155
2014
31.456.017
2015 26.899.235
2016      33.574.125
2017 26.452.503
2018 37.072.129
2019 39.841.021
2020 40.131.487
2021 18.369.764


     3.      Hversu mörgum lúðum hefur verið sleppt samkvæmt skráningu í afladagbókum veiðiskipa við Íslandsstrendur árin 2012–2020?
    Samkvæmt skráningum í afladagbækur veiðiskipa við Íslandsstrendur, sem Hafrannsóknastofnun safnar, eru til gögn um fjölda sleppinga á lúðu frá árinu 2015. Fjöldinn er sem hér segir:

Ár

Fjöldi

2015 7
2016 2
2017 473
2018 2.051
2019 2.312
2020 1.886