Ferill 875. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1856  —  875. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um Evrópusambandið.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


     1.      Hefur Evrópusambandið á einhvern hátt dregið til baka viðurkenningu á því að umsókn um aðild að sambandinu hafi verið slitið? Hafi Evrópusambandið gefið slíkt til kynna, hver voru þá viðbrögð íslenskra stjórnvalda?
     2.      Við hvaða aðstæður gæti Ísland nýtt 102. gr. EES-samningsins?


Skriflegt svar óskast.