Ferill 885. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1866  —  885. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


    Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum í ljósi þess að líkur eru á aukinni eldvirkni á svæðinu?


Skriflegt svar óskast.