Ferill 890. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1871  —  890. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um tengingu almenningssamgangna við flugstöðvar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu langt er á milli flugstöðvarbygginga flugvalla í grunnneti samgönguáætlunar og næstu strætóstoppistöðva? Er markvisst unnið að eflingu tenginga á milli flugs og strætós, notendum til hagsbóta?
     2.      Telur ráðuneytið að staðsetning nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli sé ákjósanleg með tilliti til almenningssamgangna og aðgengis? Hvernig samræmist núverandi staðsetning stefnu ríkisins í almenningssamgöngum og umhverfismálum? Hvaða viðræður áttu sér stað við skipulagsyfirvöld varðandi möguleikann á annarri staðsetningu flugstöðvar, t.d. í nágrenni við BSÍ?


Skriflegt svar óskast.