Ferill 893. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1874  —  893. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um gjaldfrjálsar tíðavörur.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Náðist það markmið að tryggja gjaldfrjálsar tíðavörur í skólakerfinu við lok vorannar árið 2021 líkt og ráðherra taldi raunhæft við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2021? Ef ekki, mun ráðuneytið sjá til þess að allir framhaldsskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar í öllum sveitarfélögum bjóði upp á gjaldfrjálsar tíðavörur strax við byrjun næsta skólaárs?
     2.      Hvaða sveitarfélög buðu upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum við lok vorannar árið 2021? Hvaða framhaldsskólar buðu upp á gjaldfrjálsar tíðavörur á sama tíma?


Skriflegt svar óskast.