Ferill 896. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1877  —  896. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umsækjendur um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


     1.      Hversu margir umsækjendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi eftir að hafa áður fengið samþykki fyrir slíku í öðru Evrópuríki á árunum 2016–2021?
     2.      Hversu oft hefur Dyflinnarreglugerðinni verið beitt á árunum 2016–2021 og hversu oft hefur henni ekki verið beitt þegar það hefði verið heimilt?


Skriflegt svar óskast.