Ferill 873. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1879  —  873. mál.
Fyrri umræða.Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar.

Frá Andrési Inga Jónssyni, Guðmundi Andra Thorssyni og Ingu Sæland.


    Við tillögugreinina bætist: enda verði þing kvatt saman að nýju eigi síðar en 12. ágúst 2021 til sérstaks fundar um stjórnarskrármál.

Greinargerð.

    Lagt er til að þing komi saman til sérstaks fundar um stjórnarskrármál áður en boðað verði til alþingiskosninga. Á þeim fundi verði lögfest nýtt breytingarákvæði, sbr. tillögu á þskj. 844, sem geri mögulegt að breyta stjórnarskránni án þingrofs og undirstriki vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa.