Ferill 877. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1887  —  877. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um aðgerðir í útlöndum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvers vegna hefur ekki verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi?

    Sjúklingar eru ekki sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma hér á landi. Þegar sjúklingar velja að fara til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma hér á landi, þá er það val sjúklings. Af hálfu heilbrigðisyfirvalda eru sjúklingar einungis sendir til útlanda í aðgerðir sem ekki er hægt að framkvæma hér á landi.