Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1892  —  658. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður ráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
    Kostnaður ráðuneytisins frá 1. janúar 2018 til 31. mars 2021 vegna aðkeyptrar ráðgjafarþjónustu er 122.032.018 kr.

     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
    Á framangreindu tímabili hefur ráðuneytið keypt ráðgjafarþjónustu af eftirfarandi aðilum.

Þjónustuaðili 2018 2019 2020 2021
Arcur ráðgjöf ehf. 6.800.000 374.000
Athygli ehf. 1.216.800
Attentus – Mannauður og ráð ehf. 1.793.750
Auður Bjarnadóttir 415.800
Baseman Consulting and Services LLC 3.228.000
BSI á Íslandi ehf 308.746
Capacent ehf. 55.038 9.037.035 3.941.813
Creditinfo, Lánstraust hf. 800.000
Deloitte ehf. 5.345.750
Efla hf. 1.727.382
Eiríkur Tómasson 325.000
Endurskoðun BT ehf. 197.302
Evrópulög ehf. 2.620.739 1.154.260
G 47 ehf. 2.606.900
Goðhóll ehf. 3.373.500 902.950 642.875
Gylfi Zoega 115.500
Hagrannsóknir sf. 1.800.000 3.380.000
Halldór Guðmundsson 1.419.000
Inceptum ehf. 570.000 1.310.000
JSG lögmenn ehf. 941.718 2.913.800 1.112.696
JSH ehf. 3.153.500 808.500
Juris slf. 1.065.271 1.439.188
Kara connect ehf. 909.677
Kári S. Friðriksson 800.000 1.320.000
KOM ráðgjöf – Kynning og ehf. 958.500
KPMG ehf. 1.925.000
Landslög slf. 67.188 20.756 1.252.941
LEX ehf. 1.907.838
Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf. 958.500 9.834.750 1.552.500
Lögmenn Norðurlandi ehf. 1.414.800
Pbb ehf. 640.000 1.000.000
Pelastikk ehf. 1.101.600
Ráðorka ehf. 360.000
Ráðrík ehf. 2.000.000
Réttur – Aðalsteins & Partner ehf. 1.922.750
Sjá – viðmótsprófanir ehf. 1.701.000 2.653.875 157.500
Summa ráðgjöf slf. 1.339.500 164.500
Summa rekstrarfélag hf. 4.058.700
Veflind ehf. 1.000.000 1.030.000
Vinnuvernd ehf. 18.850 295.690
Vottun hf. 660.340 302.950
Vöxtur – mannauðsráðgjöf ehf. 5.876.000 3.598.500 1.397.000
Þekkingarmiðlun ehf. 649.000 125.000
Þór Whitehead 160.000
    
     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
    Með kaupum á þjónustu kemst á samningur á milli þjónustuveitanda og ráðuneytisins. Um samningsaðila, fjölda samninga og samningstíma vísast til svars við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.

     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
    Greiðslur fyrir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu og ráðgjöf eru ætíð í formi verktakagreiðslna og vísast því til svars við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.

     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?
    Eftirtaldir einstaklingar hafa verið ráðnir til tímabundinna verkefna á því tímabili sem fyrirspurnin tekur til. Sumarstarfsmenn og starfsmenn sem eru ráðnir tímabundið í gegnum vinnumarkaðsúrræði eru hér ekki taldir með.
     1.      Ragnar Steinþór Þorsteinsson var ráðinn frá 15. janúar 2018 til 31. desember 2020. Verkefnið sneri að víðtæku samstarfi ríkis og sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila skólasamfélagsins um greiningu og framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla. Unnið var að eftirfylgni úttektar Evrópumiðstöðvarinnar með það markmið að styðja við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi. Vinnu starfsmannsins er lokið.
     2.      Selma Árnadóttir var ráðin frá 7. maí 2018 til 30. apríl 2020. Hún vann að verkefnum um nýliðun í kennarastétt og innleiðingu og eftirfylgni þeirra aðgerða og að forvarnaverkefnum með sveitarfélögum um námsefni og forvarnastefnur sveitarfélaga. Vinnu starfsmannsins er lokið.
     3.      Jón Pétur Zimsen var ráðinn í hlutastarf frá 15. október 2019 til 31. desember 2020 til þess að fylgja eftir vinnu við aðalnámskrá, efla læsi og að auka samanburðarhæfni menntakerfisins. Vinnu starfsmannsins er lokið.
     4.      Lindsay Elizabeth Arthur var ráðin 1. maí 2019 til 30. apríl 2021 til sérverkefnis fyrir hönd ráðuneytisins um undirbúning og skipulag við þriðja fund vísindamálaráðherra um norðurskautið (Arctic Science Ministerial 3). Fundurinn fór fram 8. og 9. maí 2021 með þátttöku 29 þjóða. Ráðning var framlengd til ársloka 2021 vegna vinnu við verkefni í framhaldi af fundinum. Verkefninu er ekki lokið.
     5.      Jón B. Stefánsson var ráðinn 15. nóvember 2019 til 30. júní 2021 til þess að vinna að eflingu, skipulagi, þróun og uppbyggingu starfsnáms á framhaldsskólastigi. Einnig að skoða skipulag starfsnáms í heild og vinna nýja reglugerð um vinnustaðanám. Verkefnunum er ekki lokið.